Performance

Monthly Listeners

Current

Followers

Current

Streams

Current

Tracks

Current

Popularity

Current

Top Releases

View All

Minn heimur og þinn

Í rökkri

Langt fyrir utan ystu skóga

Séð frá tungli

Biography

Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, hefur um nokkra hríð skoðað möguleg jazz- og kabarettáhrif í tónlist Jórunnar Viðar í samvinnu við Agnar Má Magnússon píanóleikara og tónskáld, með það fyrir augum að taka upp plötu þar sem sönglög Jórunnar væru útsett, leikin og sungin í því samhengi. Auk Ásgerðar og Agnars Más tóku Matthías Hemstock trommu- og slagverksleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari þátt í verkefninu og lögðu þar sitt á vogarskálarnar. Á plötunni má finna átta lög Jórunnar, þekkt lög eins og Únglíngurinn í skóginum og Vort líf, auk annarra minna þekktra sem heyrast nú fyrst í þessum nýju útsetningum á plötunni Séð frá tungli. Jórunn Viðar (1918-2017) er eitt helsta tónskáld íslendinga og fyrsta íslenska konan sem lagði stund á nám í tónsmíðum. Á námsárunum dvaldi hún m.a. í Berlín (1937-9) og New York (1945-7) og var þar í hringiðu tónlistarlífs þess tíma. Tónlist Jórunnar er fjölbreytt en hún samdi m.a. fjölda sönglaga, kórverk og fyrsta íslenska píanókonsertinn í fullri lengd, auk þess sem hún var frumkvöðull í smíðum ballett- og kvikmyndatónlistar á Íslandi og eftir hana liggja drög að fyrstu íslensku óperunni. Verk hennar hafa löngum þótt hafa yfir sér þjóðlegan blæ enda sótti hún gjarnan í íslenskan arf í viðfangsefnum sínum. Í tónlist hennar má þó greina ýmis önnur áhrif ef betur er að gætt, t.d. jazz og kabarett.