Performance

Monthly Listeners

Current

Followers

Current

Streams

Current

Tracks

Current

Global Rank

Current

Top Releases

View All

Stofustáss

Heimagerður Veruleiki

Hver Ert Þú?

Biography

OFFBÍT er hljómsveit skipuð Heimi og Sigga sem áður voru meðlimir Skyttanna og Fræ. Offbít sækir innblástur víða, enda leitast þeir við í tónlistarsköpun sinni að tvinna saman ólíkar stefnur á frumlegan hátt.
 Árið 2021 gáfu þeir út lögin Stofustáss og Hver ert þú?. Í desember 2022 kom út fyrsta plata þeirra Heimagerður Veruleiki. Saman hafa þeir unnið að fjölbreyttum tónlistar verkefnum en fyrst með Skyttunum (SP 2001 & Illgresið 2003). Platan Illgresið með Skyttunum er talin ein af bestu íslensku rapp plötum sögunnar og öðlast einskonar cult-status í íslenskri tónlistarmenningu. Síðar unnu þeir saman í hljómsveitinni Fræ (Eyðileggðu þig smá 2006).  Fræ leitaðist við að brúa bil popp og rapp tónlistar og gaf út m.a. lagið „Freðinn fáviti“ sem naut mikilla vinsælda.  
Sigurður bjó í London í níu ár þar sem hann pródúseraði lög fyrir Grime listamenn eins og Skepta, Ghetts, Bashy og Giggs. Smáskífa hans með Skepta náði 31. sæti breska vinsældarlistans árið 2013. Hann hefur pródúserað lög fyrir popp listamenn eins og Zara Larsson og J-Pop sveitina Arashi. Heimir gaf út plötuna George Orwell undir listamannsnafninu Heimir Rappari 2016 og var hluti af tónleikabandi Kött Grá Pje. Textar Heimis með Skyttunum og Fræ eru vel þekktir og hafa haft mótandi áhrif á nýja kynslóð rapptexta á Íslandi.