Performance
Monthly Listeners
Current
Followers
Current
Streams
Current
Tracks
Current
Global Rank
Current
Listeners 78,161
Top Releases
View AllBiography
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór breytti landslaginu í íslenskri tónlist með laginu Hlið við hlið sem kom út í september 2009. Platan Allt sem þú átt kom svo út í október 2010 og festi Friðrik í sessi sem einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands en auk Hlið við hlið voru á plötunni lög eins og Hún er alveg með'etta, Til í allt (ásamt Ásgeiri og Steinda Jr.), Leiðarlok og Fyrir hana. Síðan þá hefur Friðrik gefið út tvær plötur, Vélrænn (2012) og Segir ekki neitt ekki neitt (2018) auk tónleikaplötunnar Í síðasta skipti: Friðrik D'or í Kaplakrika 06.10.18 sem tekin var upp á stórtónleikum Friðriks í Kaplakrika árið 2018. Þessar plötur innihéldu einnig fjölda laga sem náðu toppi vinsældalista landsins og ber kannski helst að nefna Í síðasta skipti, Fröken Reykjavík, Dönsum (Eins Og Hálfvitar), Skál Fyrir þér og fleiri. Fjórða hljóðversplata Friðriks Dórs, DÆTUR, kom út í janúar 2022 og vakti mikla lukku á meðal íslensku þjóðarinnar enda er platan stútfull af sérgrein Friðriks, hit songs. Þann 24. janúar 2024 kom svo út stuttskífan Mæður sem er nokkurs konar sjálfstætt framhald af Dætrum en þar kveður aðeins við nýjan tón þar sem platan er lífrænni en fyrri verk Friðriks.